Beinagrind Spenntir piltar að skoða.
Beinagrind Spenntir piltar að skoða. — Morgunblaðið/Kristinn
Bæði börn og fullorðnir hafa gaman af því að skoða og láta segja sér um söguna okkar. Á morgun sunnudag kl. 14 verður ókeypis leiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins „Þjóð verður til - Menning og samfélag í 1200 ár“.
Bæði börn og fullorðnir hafa gaman af því að skoða og láta segja sér um söguna okkar. Á morgun sunnudag kl. 14 verður ókeypis leiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins „Þjóð verður til - Menning og samfélag í 1200 ár“. Leiðsögnin hefst á slóðum landnámsmanna á 9. öld. Þaðan liggur leiðin gegnum sýninguna og 1200 ára sögu þjóðarinnar fram til nútímans. Leiðsögnin er um 45 mínútur að lengd og allir eru velkomnir.