Veðurstofan gerir ráð fyrir bjartviðri og 15-22 stiga hita á landinu, hlýjustu í innsveitum en svalara út við sjóinn, í dag. Á höfuðborgarsvæðinu má búast við 12-16 stiga hita og léttskýjuðu með hægri breytilegri átt eða hafgolu.

Veðurstofan gerir ráð fyrir bjartviðri og 15-22 stiga hita á landinu, hlýjustu í innsveitum en svalara út við sjóinn, í dag. Á höfuðborgarsvæðinu má búast við 12-16 stiga hita og léttskýjuðu með hægri breytilegri átt eða hafgolu.

Á morgun, hvítasunnudag, er spáð norðaustlægri eða breytilegri átt með 10 til 22 stiga hita. Hlýjast verður í veðri í uppsveitum á Suðvesturlandi.

Á öðrum í hvítasunnu er útlit fyrir að skýjað verði og dálitlar skúrir. Hitinn verður á bilinu 8 til 15 stig.