Sigurgleði Karen Björg Gunnarsdóttir, Birta Björnsdóttir og Erla Rán Eiríksdóttir höfðu ríka ástæðu til að fagna gegn Liechtenstein í gær.
Sigurgleði Karen Björg Gunnarsdóttir, Birta Björnsdóttir og Erla Rán Eiríksdóttir höfðu ríka ástæðu til að fagna gegn Liechtenstein í gær. — Morgunblaðið/Eggert
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Keppni í undankeppni Evrópumóts smáþjóða í blaki hófst í Laugardalshöll í gær, en mótið stendur alla helgina. Íslensku liðin áttu misjöfnu gengi að fagna á fyrsta degi.

Keppni í undankeppni Evrópumóts smáþjóða í blaki hófst í Laugardalshöll í gær, en mótið stendur alla helgina. Íslensku liðin áttu misjöfnu gengi að fagna á fyrsta degi.

Íslenska kvennalandsliðið átti ekki í vandræðum með að leggja Liechtenstein að velli, 3:0. Ísland var með örugga forystu allar hrinurnar og sigurinn aldrei í hættu. Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir var stigahæst með 15 stig en liðið mætir Færeyingum á morgun.

Karlaliðið tapaði hins vegar fyrir Skotum, 3:0, þar sem liðið náði sér aldrei fyllilega á strik gegn sterkum Skotum. Íslenska liðið mætir Lúxemborg á sunnudag í síðari mótsleik sínum. yrkill@mbl.is