Vextir Íslandsbanki spáir vöxtum óbreyttum.
Vextir Íslandsbanki spáir vöxtum óbreyttum.
Stýrivextir Seðlabankans munu haldast óbreyttir út árið, gangi spá Greiningar Íslandsbanka eftir. Spáir bankinn því að peningastefnunefnd muni hækka stýrivexti bankans snemma á næsta ári og hækka þá í þrígang yfir árið um samtals 0,75 prósentur.

Stýrivextir Seðlabankans munu haldast óbreyttir út árið, gangi spá Greiningar Íslandsbanka eftir. Spáir bankinn því að peningastefnunefnd muni hækka stýrivexti bankans snemma á næsta ári og hækka þá í þrígang yfir árið um samtals 0,75 prósentur. Verða stýrivextir bankans þá komnir upp í 6,75% í árslok 2015.

Byggir spáin á því að mikill hagvöxtur á næstu misserum muni leiða til framleiðsluspennu og aukinnar verðbólgu þegar kemur fram á næsta ár. Greining Íslandsbanka gerir því samkvæmt þessu ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum á næsta vaxtaákvörðunarfundi peningastefnunefndar 11. júní.