Tvær kynslóðir kappa Jón Arnar Magnússon og Eduard Hämeläinen frá Finnlandi ásamt sonum sínum sem keppa á Norðurlandamótinu um helgina.
Tvær kynslóðir kappa Jón Arnar Magnússon og Eduard Hämeläinen frá Finnlandi ásamt sonum sínum sem keppa á Norðurlandamótinu um helgina. — Morgunblaðið/Eggert
Norðurlandameistaramót í fjölþrautum hefst á Kópavogsvelli í dag. Alls eru 56 keppendur skráðir til leiks, þar af sjö íslenskir. Tveir þeirra eru synir hins kunna tugþrautarkappa Jóns Arnar Magnússonar.

Norðurlandameistaramót í fjölþrautum hefst á Kópavogsvelli í dag. Alls eru 56 keppendur skráðir til leiks, þar af sjö íslenskir. Tveir þeirra eru synir hins kunna tugþrautarkappa Jóns Arnar Magnússonar. Það vekur einnig athygli að einn finnsku keppendanna, Artur Hämälïnen, er sonur Eduard Hämälïnen sem var einn helsti keppinautur Jóns Arnórs í tugþraut hér á árum áður og fylgir hann syni sínum til keppni. Það sem meira er: Tristan Freyr, yngri sonur Jóns á mótinu, er í sama flokki og sá finnski. Því mætti segja að sagan sé að endurtaka sig þegar þeir mætast á Kópavogsvelli um helgina.

„Já þetta er ekki algengt, sérstaklega þar sem það eru í kringum tuttugu ár síðan við vorum að keppa,“ sagði Jón Arnar við Morgunblaðið í gær. Þrátt fyrir að feðurnir hafi att kappi hér á árum áður erfast ekki gamlar erjur. „Ég set alls enga pressu á þá. Hlutirnir verða að gerast á eigin forsendum og það verður bara gaman að sjá keppnina,“ sagði Jón. Það getur þó verið þrautin þyngri fyrir gamla keppendur eins og hann sjálfan. „Eins og ég hef sagt, það er erfiðara að horfa á heldur en nokkurn tímann að keppa sjálfur. Það er meira taugatrekkjandi,“ sagði Jón Arnar.

Meðal íslensku keppendanna er Sveinbjörg Zophoníasardóttir sem á titil að verja í flokki 22 ára og yngri. yrkill@mbl.is