Fjölmargir fyrrum hermenn mættu.
Fjölmargir fyrrum hermenn mættu. — AFP
Fyrrverandi breskur hermaður, sem er 89 ára gamall, strauk af elliheimili sínu í Bretlandi og hélt til Frakklands.

Fyrrverandi breskur hermaður, sem er 89 ára gamall, strauk af elliheimili sínu í Bretlandi og hélt til Frakklands. Vildi maðurinn taka þátt í minningarathöfninni sem fram fór í Normandí í gær með fyrrum félögum sínum úr hernum en tilefnið er að nú eru sjötíu ár liðin frá innrás bandamanna í síðari heimsstyrjöld.

Hafði manninum verið sagt af starfsfólki elliheimilisins að hann hefði ekki heilsu til þess að mæta en hermaðurinn fyrrverandi lét þau orð hins vegar sem vind um eyru þjóta, nældi á sig gömul heiðursmerki og hélt af stað til Frakklands. Eftir nokkurt umstang og leit lögreglu fannst maðurinn í Frakklandi við góða heilsu. Verður hann sennilega sendur aftur á elliheimilið að loknum hátíðarhöldum.