— Morgunblaðið/Ómar
Hugi Guðmundsson tónskáld hlýtur starfslaun listamanna í þrjú ár í Danmörku, þar sem hann býr og starfar. Í tilkynningu frá Statens Kunstfonds Legatudvalg for Musik, þ.e.
Hugi Guðmundsson tónskáld hlýtur starfslaun listamanna í þrjú ár í Danmörku, þar sem hann býr og starfar. Í tilkynningu frá Statens Kunstfonds Legatudvalg for Musik, þ.e. stjórn starfslauna tónlistarmanna, segir að stjórnin sé sannfærð um að Hugi muni semja fleiri stórkostleg tónverk, líkt og hann hafi gert til þessa á ferli sínum, og því sé það sönn ánægja að veita honum starfslaun til þriggja ára.