Kröfu Kims Gram Laursen um að þrjár dætur hans og Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur verði afhentar úr umráðum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur var hafnað í Hæstarétti af tæknilegum ástæðum í gær.

Kröfu Kims Gram Laursen um að þrjár dætur hans og Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur verði afhentar úr umráðum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur var hafnað í Hæstarétti af tæknilegum ástæðum í gær.

Laursen krafðist þess að fá dætur sínar afhentar með beinni aðfarargerð á grundvelli laga um viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna. Henni var beint að barnaverndarnefnd sem Laursen kvað hafa umsjón með börnunum.

Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ákvæði barnaverndarlaga leiddu ekki sjálfkrafa til þess að barnaverndarnefnd ætti aðild að máli á grundvelli þeirra laga sem Laursen vísaði til.

Samkvæmt lögum ætti hann að beina kröfu sinni að ömmu stúlknanna en fyrir lá að þær væru í umsjá hennar hér á landi. Því var kröfu Laursens um að fá dætur sínar afhentar hafnað.