Ferðalag Talsverð umferð var eftir Vesturlandsvegi um kvöldmatarleytið í gær.
Ferðalag Talsverð umferð var eftir Vesturlandsvegi um kvöldmatarleytið í gær. — Morgunblaðið/Ómar
Þétt umferð var út úr höfuðborginni í gær við upphaf fyrstu stóru ferðahelgar sumarsins. Veðurspáin er góð og frídagur er á mánudag svo margir nýttu tækifærið til að bregða sér út úr bænum í sumarbústað eða útilegu.

Þétt umferð var út úr höfuðborginni í gær við upphaf fyrstu stóru ferðahelgar sumarsins. Veðurspáin er góð og frídagur er á mánudag svo margir nýttu tækifærið til að bregða sér út úr bænum í sumarbústað eða útilegu.

Að sögn lögreglunnar bæði á Selfossi og í Borgarnesi virtust margir hafa tekið forskot á sæluna því umferðin byrjaði að þyngjast í umdæmum þeirra þegar upp úr hádegi.

Þrátt fyrir að margir hafi verið á ferðinni á þjóðveginum gekk umferðin að mestu án óhappa. Eitt minniháttar óhapp varð í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi og þá voru fimm ökumenn stöðvaðir vegna hraðaksturs.