[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Tíunda heimsmeistarakeppni karla í knattspyrnu var haldin í Vestur-Þýskalandi 13. júní til 7. júlí. Leikið var um nýja styttu þar sem Brasilía hafði unnið þá fyrstu til eignar 1970. • Sextán þjóðir léku í lokakeppninni en 98 voru í undankeppninni.

Tíunda heimsmeistarakeppni karla í knattspyrnu var haldin í Vestur-Þýskalandi 13. júní til 7. júlí. Leikið var um nýja styttu þar sem Brasilía hafði unnið þá fyrstu til eignar 1970.

• Sextán þjóðir léku í lokakeppninni en 98 voru í undankeppninni. Níu frá Evrópu, fjórar frá S-Ameríku, ein frá N- og M-Ameríku, Afríku og Eyjaálfu.

• Vestur-Þýskaland varð heimsmeistari í annað sinn og vann Holland 2:1 í úrslitaleiknum að viðstöddum 75.200 áhorfendum í München.

• Pólland vann Brasilíu 1:0 í leiknum um bronsið í München.

• Svíþjóð, Austur-Þýskaland, Argentína og Júgóslavía féllu út í 8-liða úrslitum.

• Grzegorz Lato frá Póllandi varð markakóngur með 7 mörk.

• Johan Cruyff frá Hollandi var valinn bestur í keppninni.

• Sovétríkin neituðu að spila seinni umspilsleik við Síle um sæti á HM af pólitískum ástæðum og voru þar með úr leik.