Fylgdarlið Narenda Modi, forsætisráðherra Indlands, vann stórsigur fyrr á þessu ári og hefur hann heitið því að setja efnahagsmál landsins í forgang.
Fylgdarlið Narenda Modi, forsætisráðherra Indlands, vann stórsigur fyrr á þessu ári og hefur hann heitið því að setja efnahagsmál landsins í forgang. — AFP
Narenda Modi, hinn nýi forsætisráðherra Indlands, mun að líkindum leggja land undir fót á næstunni og sækja Japan heim en þangað var honum boðið nýverið í opinbera heimsókn.

Narenda Modi, hinn nýi forsætisráðherra Indlands, mun að líkindum leggja land undir fót á næstunni og sækja Japan heim en þangað var honum boðið nýverið í opinbera heimsókn. Yrði þetta þá fyrsta opinbera heimsókn Modis sem forsætisráðherra Indlands en hann tók við embættinu í síðasta mánuði eftir að hafa unnið sannfærandi sigur fyrir flokk sinn Bharatiya Janata, flokk þjóðernissinnaðra hindúa.

Þrátt fyrir mikinn persónulegan sigur í kosningunum hefur Modi þurft að sæta gagnrýni að undanförnu og þá sérstaklega eftir að hafa litið framhjá blóðugum átökum milli hindúa og múslima í heimahéraði sínu Gujarat árið 2002. Talið er að um eitt þúsund manns hafi látið lífið í óöldinni. Samkvæmt AFP-fréttaveitunni mun forsætisráðherrann síðar á þessu ári, að líkindum í september, sækja forseta Bandaríkjanna heim.

Efnahagurinn veikur

Eitt helsta kosningaloforð Modis á sínum tíma var að rétta af efnahag landsins enda mældist hagvöxtur þar í landi einungis 4,6% á fyrstu þremur mánuðum ársins auk þess sem verðbólga hefur að undanförnu mælst þar mikil.