Eldur kviknaði í vélarrúmi í línu-veiðibát sem var staddur út af Aðal-vík um kl. 19 í gærkvöldi.

Eldur kviknaði í vélarrúmi í línu-veiðibát sem var staddur út af Aðal-vík um kl. 19 í gærkvöldi. Þrír menn voru um borð í bátnum, sem var á landleið, en samkvæmt upplýs-ingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg tókst að slökkva eldinn og var báturinn dreginn til Bolungarvíkur. Engan sakaði um borð.

Björgunarskip og hraðskreiður bátur sendir frá Bolungarvík

Björgunarskip frá Bolungarvík og frá Ísafirði voru kölluð út auk nærstaddra skipa og báta samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg.

Einnig var sendur hraðskreiður bátur úr Bolungarvík með dælur, björgunarsveitarmenn og slökkviliðsmenn, en útkallið var á fyrsta forgangi.

Í tilkynningu sem Landsbjörg sendi frá sér segir, að björgunar-skipin hafi verið farin úr höfn um 15 mínútum eftir að kallið kom.

Skipverjarnir þrír sáu í myndavélum þegar vélarrúmið fylltist af reyk. Lokuðu þeir þá vélarrúminu og ræstu sjálfvirkan slökkvibúnað. Stuttu síðar var nærstaddur bátur kominn á staðinn og tók línuveiðibátinn í tog og sigldi með hann til hafnar í Bolungarvík í fylgd björgunarskipanna.

Búist var við skipunum til hafnar um klukkan 21:30 í gærkvöldi.