Á Sólheimum Íbúar á Sólheimum sýna handavinnu og listmuni í sumar.
Á Sólheimum Íbúar á Sólheimum sýna handavinnu og listmuni í sumar.
Árleg menningarveisla Sólheima í Grímsnesi hefst í dag. Opnunarhátíðin hefst kl. 13 fyrir utan kaffihúsið og verður gengið á milli sýninga og endað á tónleikum í Sólheimakirkju. Til sýnis verða listmunir, ljósmyndir og teikningar.

Árleg menningarveisla Sólheima í Grímsnesi hefst í dag.

Opnunarhátíðin hefst kl. 13 fyrir utan kaffihúsið og verður gengið á milli sýninga og endað á tónleikum í Sólheimakirkju.

Til sýnis verða listmunir, ljósmyndir og teikningar. Þá mun Sólheimakórinn halda tónleika þar sem íbúar bæði syngja saman og sunginn verður einsöngur undir stjórn Lárusar Sigurðsson tónlistarkennara. Tónlistardagskráin heldur svo áfram alla laugardaga kl. 14 fram til 9. ágúst.

Á vegum Sesseljuhúss verður fjöldi fyrirlestra og náttúruskoðun þar sem farið verður um Sólheimasvæðið og jurtir, blóm, býflugur og fleira skoðað.