Dýralæknir skaut óvart dýrahirði með deyfilyfi þegar verið var að æfa viðbrögð við flótta górillu. Hinn skotni missti í kjölfarið meðvitund og var færður á sjúkrahús þar sem hann dvaldi næstu þrjá daga á eftir.

Dýralæknir skaut óvart dýrahirði með deyfilyfi þegar verið var að æfa viðbrögð við flótta górillu. Hinn skotni missti í kjölfarið meðvitund og var færður á sjúkrahús þar sem hann dvaldi næstu þrjá daga á eftir.

Atvikið átti sér stað í dýragarði á ferðamannaeyjunni Lanzarote sem tilheyrir Spáni en eyja sú er í Kanaríeyja-klasanum sem liggur næst Afríku. Samkvæmt upplýsingum frá dýragarðinum er ekki vitað af hverju deyfiskot hljóp úr byssunni sem hlaðin var með lyfjum sem svæft geta 200 kílóa górillu. „Þegar maður, sem vegur um 100 kg, er skotinn með svo sterkum skammti getur það verið lífshættulegt,“ hefur AFP eftir talsmanni garðsins.