Gaman Engu er líkara en hópur lítilla indíana sigli hér á kanóum skátanna.
Gaman Engu er líkara en hópur lítilla indíana sigli hér á kanóum skátanna. — Morgunblaðið/Kristinn
Krakkar hafa sannarlega gott af því að vera sem mest úti þegar íslenska sumarið skellur á og þá getur verið gaman að athuga hvað er í boði hjá skátunum.

Krakkar hafa sannarlega gott af því að vera sem mest úti þegar íslenska sumarið skellur á og þá getur verið gaman að athuga hvað er í boði hjá skátunum. Þrettán skátafélög á höfuðborgarsvæðinu halda útilífsnámskeið í sumar fyrir börn á aldrinum 8-12 ára og því auðvelt að finna námskeið sem er í næsta nágrenni. Skátafélögin bjóða upp á fjölbreytta og mismunandi dagskrá sem er áwww.utilifsskoli.is. Öll skátafélög leggja áherslu á spennandi og skemmtilega dagskrá eins og útieldun, klifur, rötun, skyndihjálp og margt fleira.

Skátafélögin í Reykjavík bjóða upp á tveggja vikna námskeið og í lok hvers námskeiðs er farið í einnar nætur útilegu í nágrenni Reykjavíkur. Þar fá krakkar margir hverjir að fara í sínar fyrstu útilegur og takast á við þau verkefni sem því fylgja. Þau taka þátt í alvöruskátakvöldvöku með varðeldi og sofa í tjaldi með jafnöldrum sínum.

Námskeiðin eru í boði til 18. júlí en þá fara leiðbeinendur útilífsskólans á fullt í að undirbúa Landsmót skáta. Í ágúst er þráðurinn tekinn upp að nýju og 11. ágúst hefst viku námskeið. Í þessari viku undirbúa leiðbeinendur sig fyrir námskeiðin og hafa sótt námskeið sem Bandalag íslenskra skáta heldur. Skráning á námskeiðin á www.utilifsskoli.is og þar er einnig að finna nánari upplýsingar um námskeiðin sjálf.