7. júní 2006 Ísland sigrar Danmörku, 34:33, í vináttulandsleik karla í handknattleik sem fram fer í KA-heimilinu á Akureyri. Snorri Steinn Guðjónsson skorar 6 mörk og þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson 5 hvor en Ólafur gerir sitt 1.100.

7. júní 2006

Ísland sigrar Danmörku, 34:33, í vináttulandsleik karla í handknattleik sem fram fer í KA-heimilinu á Akureyri. Snorri Steinn Guðjónsson skorar 6 mörk og þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson 5 hvor en Ólafur gerir sitt 1.100. mark fyrir landsliðið í leiknum.

8. júní 2005

Ísland sigrar Möltu, 4:1, í undankeppni HM karla í knattspyrnu á Laugardalsvellinum. Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Tryggvi Guðmundsson og Veigar Páll Gunnarsson skora mörkin og Tryggvi leggur auk þess upp tvö markanna.

9. júní 1981

Bandaríska körfuknattleiksfélagið Portland Trail Blazers velur Pétur Guðmundsson í þriðju umferð nýliðavals NBA og semur við hann. Pétur kemur til félagsins frá Washington-háskóla og er eini Evrópubúinn sem er valinn.