Fjölbreytni Kórarnir tveir munu á tónleikunum í dag flytja frönsk sjómannalög, íslensk og svissnesk lög.
Fjölbreytni Kórarnir tveir munu á tónleikunum í dag flytja frönsk sjómannalög, íslensk og svissnesk lög.
Frönsk sjómannalög, íslensk sönglög og nokkrar kveðjur frá svissnesku Ölpunum munu hljóma á tónleikum í Listasafni Íslands í dag kl. 16. Flytjendur eru svissneski kórinn Bâlcanto frá Basel og Söngfjelagið.

Frönsk sjómannalög, íslensk sönglög og nokkrar kveðjur frá svissnesku Ölpunum munu hljóma á tónleikum í Listasafni Íslands í dag kl. 16. Flytjendur eru svissneski kórinn Bâlcanto frá Basel og Söngfjelagið.

„Bâlcanto sækir í söngvasjóð franskra sjómanna sem komu til stranda Íslands á árum áður og tóku með sér lög frá Bretagneskaganum – föðurlandi þeirra flestra. Einnig hefur kórinn kynnt sér nokkrar íslenskar söngperlur og fær liðsstyrk úr Söngfjelaginu við flutning þeirra. Bâlcanto var stofnaður árið 2005 og hefur síðan snert á fjölbreytilegum tónlistarstílum, á borð við klassískar messur, þjóðlög frá ýmsum löndum, barokk- og nútímatónlist,“ segir í tilkynningu.

Ekki eru seldir miðar á tónleikana sérstaklega en aðgangseyrir að Listasafni Íslands er 1.000 krónur.