Eysteinn Helgason
Eysteinn Helgason
Eysteinn Helgason hefur óskað eftir því að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Kaupáss. Eysteinn hefur starfað hjá Kaupási frá árinu 2003, þar af sem framkvæmdastjóri síðastliðin átta ár.

Eysteinn Helgason hefur óskað eftir því að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Kaupáss.

Eysteinn hefur starfað hjá Kaupási frá árinu 2003, þar af sem framkvæmdastjóri síðastliðin átta ár. Undir Kaupás heyra matvöruverslanir Nóatúns, Krónunnar og Kjarvals. Eigendaskipti urðu á Kaupási í febrúar þegar eignarhaldsfélagið Festi keypti stóran hluta innlendra eigna Norvik.

Í samtali við Morgunblaðið segir Eysteinn að samstarf hans við nýja eigendur hafi verið eins og best verður á kosið og hafi þeir óskað eftir að hann gegndi starfi framkvæmdastjóra til september á næsta ári. Hann telji hins vegar ekki sjálfgefið að hann sé besti maðurinn til að hrinda í framkvæmd sóknarhugmyndum nýrra eigenda og því hafi hann að vandlega ígrunduðu máli ákveðið að hraða starfslokum til 1. júlí næstkomandi. Segist hann hreykinn af því góða starfi sem starfsfólk Kaupáss hafi skilað á undanförnum árum og óskar nýjum eigendum og sjórnendum alls hins besta.