Píanóleikarinn Víkingur Heiðar verður næstu daga við æfingar í litla menningarhúsinu Skúrnum við Hörpu.
Píanóleikarinn Víkingur Heiðar verður næstu daga við æfingar í litla menningarhúsinu Skúrnum við Hörpu. — Morgunblaðið/Einar Falur
„Þetta er Skúrinn, minnsta menningarhús landsins, og því hefur verið komið fyrir hér fyrir framan stærsta menningarhúsið,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari við forvitinn vegfarenda sem spyr hvaða fyrirbæri þetta sé.

„Þetta er Skúrinn, minnsta menningarhús landsins, og því hefur verið komið fyrir hér fyrir framan stærsta menningarhúsið,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari við forvitinn vegfarenda sem spyr hvaða fyrirbæri þetta sé.

Skúrinn mun standa fyrir framan Hörpu meðan á tónlistarhátíðinni Reykjavik Midsummer Music stendur. Víkingur Heiðar er listrænn stjórnandi hátíðarinnar, sem haldin er undir yfirskriftinni „Minimal Maximal“ dagana 13. til 16. júní.

Í tilefni hátíðarinnar var tveimur gömlum píanóum komið fyrir í Skúrnum í gærkvöldi og klukkan 15 í dag kemur Víkingur Heiðar sér þar fyrir, opnar út á torgið og æfir sig fyrir allra eyrum. Kaffi verður á könnunni og vonast hann eftir góðri stemningu við Skúrinn í dag og næstu daga. Hann mun meðal annars æfa hin rómuðu Goldberg-tilbrigði eftir Bach sem hann flytur á hátíðinni 13. júní næstkomandi.

„Skúrinn endurspeglar líf tónlistarmannsins sem vinnur vikum saman við spartverskar aðstæður, æfir jafnvel á píanógarma hér og þar. Mér fannst viðeigandi að gera hann að æfingaraðstöðu Reykjavik Midsummer Music 2014,“ segir Víkingur Heiðar. „Ég verð hér eftir hádegi næstu daga að æfa verkin fyrir hátíðina og Davíð Þór Jónsson verður eitthvað með mér, en við flytjum spunaverk á hátíðinni. Þegar hægt er höfum við opið út og kaffi á könnu fyrir gesti og gangandi. Fólk getur komið, spjallað og hlustað á hátíðina verða til.“ efi@mbl.is