— AFP
Á hátíðarhöldunum sem fram fóru í Normandí í gær, þar sem þess var minnst að sjötíu ár eru nú liðin frá innrás bandamanna í síðari heimsstyrjöld, ræddust Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Petró Porosjenkó, verðandi forseti Úkraínu, um vopnahlé og...
Á hátíðarhöldunum sem fram fóru í Normandí í gær, þar sem þess var minnst að sjötíu ár eru nú liðin frá innrás bandamanna í síðari heimsstyrjöld, ræddust Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Petró Porosjenkó, verðandi forseti Úkraínu, um vopnahlé og önnur mikilvæg skref sem lægt geta ófriðinn í austurhluta Úkraínu. Var það forseti Frakklands, François Hollande, sem stóð að fundinum en einungis var um að ræða fimmtán mínútna viðræður milli leiðtoganna. Samkvæmt AFP-fréttaveitunni var þetta fyrsti fundur Pútíns og Porosjenkós frá því að verðandi forseti Úkraínu var kjörinn í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu 25. maí síðastliðinn. Auk þeirra voru helstu þjóðarleiðtogar heims viðstaddir athöfnina í Normandí, s.s. forseti Bandaríkjanna og kanslari Þýskalands.