Gæðastund í náttúrunni Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir jógakennari á túninu í Viðey ásamt upprennandi litlum jóga sem heitir Hrafn Styrkár Svavarsson.
Gæðastund í náttúrunni Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir jógakennari á túninu í Viðey ásamt upprennandi litlum jóga sem heitir Hrafn Styrkár Svavarsson.
Viðey er sannarlega fallegur staður til að hugleiða og stunda jóga í fersku sjávarlofti. Nú er lag í helgarblíðunni að sigla út í eyjuna því í dag kl. 13 verður þar fjölskyldujóga og eru allir velkomnir, stórir sem smáir.

Viðey er sannarlega fallegur staður til að hugleiða og stunda jóga í fersku sjávarlofti. Nú er lag í helgarblíðunni að sigla út í eyjuna því í dag kl. 13 verður þar fjölskyldujóga og eru allir velkomnir, stórir sem smáir. Gerðar verða jógaæfingar, farið í leiki, andað djúpt í sjávarloftinu, hugleiðsla og slökun á meðan notið er heilandi tóna gongsins í guðsgrænni náttúrunni. Vert er að taka fram að gott er að taka teppi með fyrir slökunina og nestið á eftir. Styrktarfélagið Jógahjartað stendur fyrir viðburðinum. Nokkrar mæður og jógakennarar mynda félagið, en þær trúa því að jóga og hugleiðsla gefi ungu fólki betri tengingu við sjálft sig. Þátttökugjald í dag er 500 kr. en frítt er fyrir 3 ára og yngri. Aðeins er hægt að greiða með reiðufé í Viðey.

Nánar á jogahjartad.com