Hinn 27 ára gamli Justin Bourque, sem grunaður er um að hafa skotið þrjá lögreglumenn til bana og sært tvo í borginni Moncton í New Brunswick í Kanada, hefur verið tekinn höndum.

Hinn 27 ára gamli Justin Bourque, sem grunaður er um að hafa skotið þrjá lögreglumenn til bana og sært tvo í borginni Moncton í New Brunswick í Kanada, hefur verið tekinn höndum. Lögreglan var með gríðarlegan viðbúnað við leitina enda maðurinn talinn vopnaður og hættulegur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er annar þeirra sem særðust í skotárásinni farinn heim af sjúkrahúsi en hinn er enn undir eftirliti lækna. Ástand hans er sagt stöðugt og er maðurinn ekki í lífshættu.

Um tíma var íbúum borgarinnar, sem eru um 70.000 talsins, sagt að halda sig innandyra auk þess sem fjöldi skóla, verslana og fyrirtækja var lokað vegna leitarinnar.