Biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, hefur skipað séra Bryndísi Valbjarnardóttur í embætti sóknarprests Skagastrandarprestakalls í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Frestur til að sækja um embættið rann út 6. maí síðastliðinn.

Biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, hefur skipað séra Bryndísi Valbjarnardóttur í embætti sóknarprests Skagastrandarprestakalls í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Frestur til að sækja um embættið rann út 6. maí síðastliðinn. Fjórir umsækjendur voru um embættið. Einn dró umsókn sína til baka. Embættið veitist frá 1. ágúst næstkomandi.

Þá hefur biskup ákveðið að skipa séra Þorgeir Arason í embætti sóknarprests Egilsstaðaprestakalls og Ólöfu Margréti Snorradóttur guðfræðing í embætti prests í prestakallinu. Frestur til að sækja um embættin rann út 15. apríl síðastliðinn. Tveir umsækjendur voru um embætti sóknarprests og fjórir um embætti prests.