Reykingar Síðustu ár hefur þeim fækkað sem stunda reykingar.
Reykingar Síðustu ár hefur þeim fækkað sem stunda reykingar. — Morgunblaðið/Golli
Það sem af er þessu ári hefur sala neftóbaks aukist verulega eða sem nemur tæplega 37%. Þá hefur sala vindlinga aukist um sex prósent en undir þann flokk falla sígarettur. Sömuleiðis hefur sala reyktóbaks aukist um þrjú prósent.

Það sem af er þessu ári hefur sala neftóbaks aukist verulega eða sem nemur tæplega 37%. Þá hefur sala vindlinga aukist um sex prósent en undir þann flokk falla sígarettur. Sömuleiðis hefur sala reyktóbaks aukist um þrjú prósent. Samdráttur hefur aftur á móti verið í sölu vindla eða sem nemur tveimur prósentum á milli ára.

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir aukninguna í sölu neftóbaks vera talsverða. „Eftir að verðið var hækkað um áramótin 2012-2013 þá urðum við vör við dræmari sölu á neftóbaki,“ segir Sigrún. „Þessi söluaukning nú skýrist því að einhverju leyti af því að markaðurinn er að leiðréttast en okkur finnst þó sem þessi mikla aukning fari fram úr því sem við vorum að búast við.“ Þá kemur einnig til greina að aukinn kaupmáttur eigi hlut í máli, þar sem hann gæti nú verið að vinna bug á verðhækkunum síðasta árs. Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá embætti landlæknis, segist vilja taka þessum tölum með fyrirvara. „Þetta hefur vakið athygli okkar en við viljum þó helst sjá tölur fyrir lengra tímabil áður en við förum að bregðast við. Þessar tölur eru þó úr takti við þróun síðustu ára þar sem reykingar hafa farið minnkandi,“ segir Viðar.

„Öll aukning í sölu neftóbaks er auðvitað áhyggjuefni. Rannsóknir hafa sýnt að allt að 70–80% þessa tóbaks fer í munninn á ungum karlmönnum. Þetta er mjög ávanabindandi siður og afleiðingin er mjög sterk tóbaksfíkn.“ sh@mbl.is