[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
R oman Shirokov , fyrirliði Rússlands í knattspyrnu, verður ekki með liðinu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu sem hefst innan nokkurra daga. Hann glímir við meiðsli á hné og þurfti að draga sig úr hópnum.

R oman Shirokov , fyrirliði Rússlands í knattspyrnu, verður ekki með liðinu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu sem hefst innan nokkurra daga. Hann glímir við meiðsli á hné og þurfti að draga sig úr hópnum. Fabio Capello , landsliðsþjálfari Rússa, hefur kallað Pavel Mogilevets inn í hópinn í hans stað.

Rússar gera það hins vegar gott í undirbúningi sínum fyrir HM. Þeir lögðu Marokkó, 2:0, í vináttuleik í gær og liðið hefur ekki tapað í síðustu tíu mótsleikjum sínum, þar af hafa þeir unnið sjö þeirra. Vassili Berezutski og Júrí Zhirkov skoruðu mörk þeirra í gær.

Lið Rauðu stjörnunnar hefur verið bannað frá þátttöku í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu á næstu leiktíð, en liðið er serbneskur meistari. Liðið hefur verið undir smásjá Evrópska knattspyrnusambandsins vegna fjármála þess, en liðið hefur ekki getað sýnt fram á að allt sé með felldu þar. Liðið sló ÍBV út í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar síðasta sumar.

F rank Ribéry , leikmaður Frakklands og Bayern München, verður ekki með franska landsliðinu á HM í Brasilíu vegna meiðsla á baki. Mikill vafi hefur leikið á þátttöku hans undanfarnar vikur en bjartsýnin var orðin meiri fyrir hans hönd síðustu daga. Morgan Schneiderlin frá Southampton og Rémy Cabella frá Montpellier hafa verið kallaðir inn í hópinn í hans stað.