— AFP
Stelpa leikur sér með vatn í gosbrunni í miðbæ Rómar. Hitinn í borginni náði allt að 31 gráðu í gær og líklega hefur verið kærkomið að geta kælt fætur sína í vatni brunnsins.
Stelpa leikur sér með vatn í gosbrunni í miðbæ Rómar. Hitinn í borginni náði allt að 31 gráðu í gær og líklega hefur verið kærkomið að geta kælt fætur sína í vatni brunnsins. Nærri þrjár milljónir manna búa í þessum fornfræga höfuðstað Ítalíu, sem liggur meðfram ánni Tíber. Spannar saga hennar á þriðja þúsund ár. Nú á dögum er hún fjórða fjölmennasta borgin innan ESB. Borgin er oft kölluð „Borgin eilífa“ eða „Roma Aeterna“.