Flug Icelandair tapaði 399 m. kr. vegna aðgerða flugvirkja í júní.
Flug Icelandair tapaði 399 m. kr. vegna aðgerða flugvirkja í júní. — Morgunblaðið/Ómar
„Kjaraviðræðum miðar lítið áfram. Ekki virðist vera mikill samningsvilji hjá Icelandair,“ segir Maríus Sigurjónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands. Flugvirkjar aflýstu verkfalli 18. júní þegar fyrir lá að setja ætti lögbann á verkfallið.

„Kjaraviðræðum miðar lítið áfram. Ekki virðist vera mikill samningsvilji hjá Icelandair,“ segir Maríus Sigurjónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands.

Flugvirkjar aflýstu verkfalli 18. júní þegar fyrir lá að setja ætti lögbann á verkfallið. Aðspurður hvort búast megi við öðru verkfalli bráðlega segir Maríus að svo geti verið. „Ef ekkert gengur fer að líða að öðru verkfalli. Við höfum ekki ákveðið neitt enn sem komið er, en þolinmæðin er ekki endalaus. Viðræðurnar ganga illa.“ Þá bætir Maríus við að innanríkisráðherra hafi gefið í skyn að lagt verði lögbann á verkfall flugvirkja eigi það sér stað aftur.

Í kjaradeilunum fer Icelandair meðal annars fram á breytingar á vaktakerfi flugvirkja, innleiðingu á meiri vaktavinnu á viðhaldsstöðinni en flugvirkjar vilja láta meta aukna ábyrgð til launa.

Icelandair sendi frá sér tilkynningu þar sem fram kom að bein áhrif vegna aðgerða flugvirkja hefðu kostað fyrirtækið 399 milljónir króna.

Næsti fundur í kjaraviðræðunum fer fram í dag . isb@mbl.is