Íbygginn Ásakanir um spillingu gætu svert mannorð Sarkozys.
Íbygginn Ásakanir um spillingu gætu svert mannorð Sarkozys. — AFP
Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, sætir nú rannsókn sem varðar meint áhrif hans á dómara. Var Sarkozy settur í varðhald á þriðjudag og yfirheyrður.

Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, sætir nú rannsókn sem varðar meint áhrif hans á dómara. Var Sarkozy settur í varðhald á þriðjudag og yfirheyrður. Reyna rannsakendur að sjá hvort Sarkozy hafi lofað háttsettum dómara virtri stöðu í Mónakó, gegn því að dómarinn veitti honum upplýsingar um málatilbúnað tiltekinnar rannsóknar. Rannsóknin, sem átti sér stað árið 2007, varðaði möguleikann á ólöglegri fjármögnun kosningabaráttu Sarkozys, en fullyrt hefur verið að Muammar Gaddafi, þáverandi forsætisráðherra Líbíu, hafi átt þátt í að fjármagna kosningabaráttuna.

Er Sarkozy ásakaður um að hafa átt í sambandi við dómarann til að afla upplýsinga um málatilbúnað gegn sér. Enn alvarlegri þykir möguleikinn að Sarkozy hafi á einhvern hátt reynt að múta dómaranum. Er þetta í fyrsta skipti í sögu landsins sem fyrrverandi forseti er settur í varðhald með þessum hætti. Líklegt er talið að yfirheyrslan geti dregið verulega úr líkunum á því hann verði valinn forsetaframbjóðandi UMP-hægriflokksins fyrir forsetakosningarnar 2017. Sarkozy og stuðningsmenn hans halda því fram að ásakanirnar séu af pólitískum toga, en ljóst er að um alvarlegar ásakanir er að ræða.

Forveri Sarkozys í forsetastól, Jacques Chirac, hlaut skilorðsbundinn dóm árið 2011 fyrir fjárdrátt.