BYKO Sigurður Pálsson hefur tekið við sem forstjóri byggingavöruverslunarinnar BYKO. Hann tekur við starfinu af Guðmundi H. Jónssyni, sem verður stjórnarformaður BYKO.
BYKO Sigurður Pálsson hefur tekið við sem forstjóri byggingavöruverslunarinnar BYKO. Hann tekur við starfinu af Guðmundi H. Jónssyni, sem verður stjórnarformaður BYKO. Sigurður hefur starfað hjá BYKO og tengdum félögum frá árinu 1998, fyrst með námi, en í fullu starfi frá 2000. Árið 2012 var hann síðan ráðinn framkvæmdastjóri vörustjórnunarsviðs BYKO.

Sigurður er 39 ára viðskiptafræðingur frá Tækniháskóla Íslands.

Guðmundur hafði gegnt starfi forstjóra félagsins í þrjú ár. Í tilkynningu sem hann sendi frá sér sagði hann að þó svo að hart hefði verið í ári hjá félaginu hefði tekist með góðri samvinnu að „koma BYKO sterku út úr erfiðasta árferði frá stofnun félagsins“.

Eins og áður segir mun Guðmundur ekki hætta afskiptum af félaginu, heldur verður hann áfram stjórnarformaður þess, að því er fram kom í tilkynningunni.