3. júlí 1976 Íslenska karlalandsliðið í handknattleik sigrar Kanada, 22:19, í vináttulandsleik í Milwaukee í Bandaríkjunum. Viðar Símonarson og Pálmi Pálmason eru markahæstir með 6 mörk hvor. 3.

3. júlí 1976

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik sigrar Kanada, 22:19, í vináttulandsleik í Milwaukee í Bandaríkjunum. Viðar Símonarson og Pálmi Pálmason eru markahæstir með 6 mörk hvor.

3. júlí 1990

Kvennalandslið Íslands í handknattleik sigrar Spánverja, 22:19, í vináttulandsleik í Badjos. Halla María Helgadóttir skorar 11 mörk fyrir íslenska liðið sem var nýkomið frá Portúgal þar sem það vann alþjóðlegt mót.

3. júlí 1991

Ísland sigrar Danmörku, 28:19, í vináttulandsleik karla í handknattleik sem fram fer í Risskov en liðið vinnur þar sinn stærsta útisigur á Dönum. Valdimar Grímsson skorar 7 mörk fyrir Ísland og Jakob Sigurðsson 6.