Látbragð Ming Wong er einn þeirra listamanna sem verk eiga á sýningunni Látbragð Tákn List.
Látbragð Ming Wong er einn þeirra listamanna sem verk eiga á sýningunni Látbragð Tákn List.
Sýningin Látbragð Tákn List verður opnuð í dag kl. 17 í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15. Á sýningunni er tvenns konar menning leidd saman, döff menning, þ.e.

Sýningin Látbragð Tákn List verður opnuð í dag kl. 17 í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15. Á sýningunni er tvenns konar menning leidd saman, döff menning, þ.e. menning heyrnarlausra, og heyrandi menning og sýningarstjórar eru Wolfgang Müller og An Paenhuysen. Listamennirnir Christine Sun Kim, Thomas Benno Mader og Magnús Pálsson verða viðstaddir opnunina og kl. 17.30 mun Nýlókórinn, íslenski hljóðljóðakórinn, flytja hljóðaljóðið „UHM – YEAH!ZOOM“ eftir Hörð Bragason.

Í tilkynningu segir að sýningin sé líklega sú fyrsta sem leiði saman verk sem brúi bilið milli döff og heyrandi menningar. Listamennirnir vinni með tungumálið, bæði skrifað, talað og táknað, og tjáskipti á nýstárlegan hátt.

Sýningarstjórarnir völdu Möbiusarræmuna, eftir stærðfræðinginum A.F. Möbius, sem tákn sýningarinnar.

„Hún er einhliða flötur búinn til úr rétthyrningi með því að snúa öðrum enda hans hálfan snúning og líma við hinn endann. Möbiusarræman ögrar skynjun okkar: það er ekki unnt að festa hendur á henni, við getum því ekki sagt til um hvað er uppi og niðri eða inni og úti,“ segir í tilkynningu.

Listamennirnir sem verk eiga á sýningunni eru Die Tödliche Doris, Christine Sun Kim, Flying Words Project, Joseph Grigely, Hörður Bragason og Nýlókórinn, íslenski hljóðljóðakórinn, Thomas Benno Mader, Wolfgang Müller, Magnús Pálsson, Roman Signer, Barbara Stauss, Gunter Trube og Ming Wong.

Sýningin stendur til 20. júlí og er opin á opnunartíma safnsins.