Kolibri Fimm nýir starfsmenn hafa tekið til starfa hjá stafræna vöruþróunarfyrirtækinu Kolibri. Þrír hugbúnaðarsérfræðingar, einn hönnuður og einn rekstrarstjóri. Kolibri er með höfuðstöðvar á Laugavegi 26. Davíð Brandter er með B.Sc.
Kolibri Fimm nýir starfsmenn hafa tekið til starfa hjá stafræna vöruþróunarfyrirtækinu Kolibri. Þrír hugbúnaðarsérfræðingar, einn hönnuður og einn rekstrarstjóri. Kolibri er með höfuðstöðvar á Laugavegi 26.

Davíð Brandter er með B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur áður unnið hjá m.a. OZ, CCP, Marimo, Networked Anternate Reality Creations og Aegos auk þess sem hann stofnaði fyrirtækið Giosk.

Þröstur S. Eiðsson er tölvunarfræðingur úr Háskólanum í Reykjavík.

Högni Gylfason er hugbúnaðarsérfræðingur og forritari og hefur unnið á sviði hugbúnaðar frá árinu 2000.

Helgi Páll Einarsson er grafískur hönnuður sem lauk námi í Listaháskóla Íslands árið 2007. Frá útskrift hefur hann starfað sjálfstætt og á auglýsingastofum.

Haukur Sveinsson hefur tekið við starfi rekstrarstjóra Kolibri en hann lauk meistaranámi í stjórnun í skapandi fyrirtækjum frá University of Warwick í Bretlandi árið 2013.