Haustak var stofnað árið 1999 og er í eigu Vísis og Þorbjarnar í Grindavík.
Haustak var stofnað árið 1999 og er í eigu Vísis og Þorbjarnar í Grindavík.
Fyrirtæki Haustak, sem þurrkar fisk í Grindavík, hefur fangað athygli erlendis á þeim aðferðum sem fyrirtækið beitir til þurrkunar. Mögulegt er að nota sömu tækni til að þurrka önnur matvæli, til dæmis kjöt og ávexti. Þetta kemur fram á vef LÍÚ.

Fyrirtæki Haustak, sem þurrkar fisk í Grindavík, hefur fangað athygli erlendis á þeim aðferðum sem fyrirtækið beitir til þurrkunar. Mögulegt er að nota sömu tækni til að þurrka önnur matvæli, til dæmis kjöt og ávexti. Þetta kemur fram á vef LÍÚ.

Víkingur Þ. Víkingsson, framleiðslustjóri Haustaks, segir í frétt á vef LÍU að helstu viðskipti fyrirtækisins fari fram á Nígeríumarkaði þar sem þurrkaðir þorskhausar séu aðalútflutningsvaran.

Að sögn Víkings hefur Haustaki tekist að þurrka sínar afurðir án þess að þær missi næringargildi og bragð með því að notast við hátt rakastig. Asía, Indland og arabísku furstadæmin hafi nú þegar sýnt áhuga.

„Það er þekkt í Indlandi til dæmis að mikið af matvælum skemmist á skömmum tíma en með þurrkun eykst geymsluþolið,“ segir Víkingur.

Hann tekur fram að þeir séu nú að prófa sig áfram hversu með mikið geymsluþolið geti orðið og segir að þeir séu nú til dæmis með banana, perur, ananas, apríkósur, ferskjur og nautakjöt sem hafi geymst vel í allt að átta mánuði.