Verð á vörukörfu ASÍ hefur lækkað hjá verslunarkeðjunum Bónus, Nettó og Nóatúni frá júní í fyrra. Á sama tíma hækkaði vörukarfan hjá Víði, Samkaupum-Strax, Samkaupum-Úrvali, Hagkaupum og Iceland en hefur nánast staðið í stað hjá Tíu-ellefu og Krónunni.

Verð á vörukörfu ASÍ hefur lækkað hjá verslunarkeðjunum Bónus, Nettó og Nóatúni frá júní í fyrra.

Á sama tíma hækkaði vörukarfan hjá Víði, Samkaupum-Strax, Samkaupum-Úrvali, Hagkaupum og Iceland en hefur nánast staðið í stað hjá Tíu-ellefu og Krónunni.

Fram kemur á vef ASÍ að á þessum tólf mánuðum hafi vörukarfan hækkað mest um 5% hjá Víði, um 3% hjá Samkaupum-Strax, um 2% hjá Samkaupum-Úrvali, um 1% hjá Iceland og Hagkaupum en í verslunum Krónunnar og Tíu-ellefu er vörukarfan næstum á sama verði, hjá Nettó og Nóatúni lækkar hún um 1% en mesta lækkunin er 3% hjá Bónus. Á þessu tímabili hefur verðlag á mat og drykk hækkað um 0,2% samkvæmt mælingum Hagstofunnar.

Í vörukörfu ASÍ eru allar almennar mat- og drykkjarvörur auk hreinlætis- og snyrtivara.