Mörg af kóralrifum Karíbahafsins gætu horfið innan tuttugu ára, samkvæmt skýrslu frá alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum. Gögn frá tugum þúsunda rannsókna sýna að þeim hefur nú þegar hrakað um 50 prósent síðan á áttunda áratugnum.
Mörg af kóralrifum Karíbahafsins gætu horfið innan tuttugu ára, samkvæmt skýrslu frá alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum. Gögn frá tugum þúsunda rannsókna sýna að þeim hefur nú þegar hrakað um 50 prósent síðan á áttunda áratugnum. Telja höfundar skýrslunnar að ofveiði og sjúkdómar eigi meginsök á þessu. Ef ekkert sé að gert þá muni þróunin halda áfram, en með vernd geti þau vaxið til fyrra horfs.