Í Mengi Berglind Ágústsdóttir er tilraunagjörn myndlistar- og tónlistarkona.
Í Mengi Berglind Ágústsdóttir er tilraunagjörn myndlistar- og tónlistarkona.
Myndlistar- og tónlistarkonan Berglind Ágústsdóttir heldur tónleika í kvöld kl. 21 í menningarhúsinu Mengi, Óðinsgötu 2 í Reykjavík. Berglind gaf út fyrstu plötu sína, fiskur nr.
Myndlistar- og tónlistarkonan Berglind Ágústsdóttir heldur tónleika í kvöld kl. 21 í menningarhúsinu Mengi, Óðinsgötu 2 í Reykjavík. Berglind gaf út fyrstu plötu sína, fiskur nr.1 , hjá Smekkleysu árið 1997 og hefur upp frá því gefið út margar plötur, bæði ein og sem gestasöngkona hjá ýmsum hljómsveitum. Berglind flytur tilraunapopp og gerir einnig tilraunatónlist án söngs undir merkinu Dream Lovers. Árið 2013 gaf hún út plötuna i am you girl og tilraunasnælduna Dream Lovers 2 og mun hún flytja lög af þeim og nýtt óflutt efni ef stemning leyfir.