Græjan Þau eru ekki fá, vandamál fólks í velmegunarlöndum. Kannast til dæmis örugglega allir launamenn við þá upplifun að koma svangir niður í mötuneyti til þess eins að finna þar lítt spennandi rétti á boðstólum.
Já, þetta er erfitt líf.
En hugvitssamir hönnuðir hafa þróað nýja tegund af gaffli sem gæti bætt mötuneytisferðirnar til muna. Græjan hefur fengið heitið Aromafork og er næstum alveg eins og venjulegur gaffall, nema með litlu hulstri fyrir ilmrenning.
Með gafflinum fylgir 21 mismunandi tegund ilmrenninga, með angan af t.d. kanil, engifer, banönum og mintu.
Hvernig við skynjum bragð ræðst að stórum hluta af þefskyninu og á þessi aukaskammtur af ilmi, að sögn framleiðandans, að blekkja heilann og breyta því hvernig við upplifum bragðið af mat. ai@mbl.is