Andrés Magnússon
Andrés Magnússon
Lögmæti einstakra samninga sem tryggingamiðlarar hafa gert fyrir hönd erlendra tryggingarfélaga mun skýrast á morgun þegar gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands sendir miðlurunum bréf með skýringum þar að lútandi.

Lögmæti einstakra samninga sem tryggingamiðlarar hafa gert fyrir hönd erlendra tryggingarfélaga mun skýrast á morgun þegar gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands sendir miðlurunum bréf með skýringum þar að lútandi. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, staðfesti þetta í samtali við mbl.is eftir fund með starfsmönnum Seðlabankans í gær.

Reglum um gjaldeyrismál var breytt hinn 19. júní sl. til að stöðva söfnun óheimilis sparnaðar erlendis á vegum tryggingarfélaga. Síðan hefur ríkt óvissa um áhrif breytinganna á lögmæti einstakra samninga tryggingamiðlara, þar með taldar líf- og sjúkdómatryggingar sem eru tengdar sparnaði.

Tugþúsundir Íslendinga eru með samninga við tryggingamiðlara. Andrés segir brýnt að valda ekki frekari óróa á markaðnum.