— Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Æðri máttarvöld buðu Akureyringum upp á þrumur og eldingar um hádegisbil í gær, sem er fátítt á þeim slóðum, því fylgdi hellirigning góða stund en síðan stytti upp laust fyrir klukkan þrjú þegar flautað var til leiks á árlegu N1-móti KA-manna fyrir 5.

Æðri máttarvöld buðu Akureyringum upp á þrumur og eldingar um hádegisbil í gær, sem er fátítt á þeim slóðum, því fylgdi hellirigning góða stund en síðan stytti upp laust fyrir klukkan þrjú þegar flautað var til leiks á árlegu N1-móti KA-manna fyrir 5. aldursflokk drengja í fótbolta. Einhverjir höfðu á orði að sá almáttugi væri líklega KA-maður! Drengirnir, sem koma hvaðanæva af landinu, léku því í sól og blíðu fram á kvöld. Veðurspáin gekk ekki eftir, sem betur fer að mati mótshaldara og keppenda, og spennandi verður að sjá hvernig viðrar á pollana á KA-svæðinu næstu daga. Strákarnir á mótinu buðu upp á flotta takta; til dæmis þessi. Myndin er úr leik Aftureldingar og Álftaness. skapti@mbl.is