Með jafnteflinu gegn Motherwell í Skotlandi í gærkvöld, 2:2, er Stjarnan fyrsta íslenska félagið sem er ósigrað í fyrstu þremur leikjum sínum í Evrópumótum karla í knattspyrnu.

Með jafnteflinu gegn Motherwell í Skotlandi í gærkvöld, 2:2, er Stjarnan fyrsta íslenska félagið sem er ósigrað í fyrstu þremur leikjum sínum í Evrópumótum karla í knattspyrnu.Garðbæingar hafa nú gert betur en Grindvíkingar, Þórsarar og Fylkismenn sem allir voru ósigraðir í fyrstu tveimur Evrópuleikjum sínum en töpuðu í þriðju tilraun. Þá hefur ekkert íslenskt lið skorað eins mörg mörk og Stjarnan í fyrstu þremur Evrópuleikjum sínum. Stjörnumenn eru komnir með 10 mörk í leikjunum þremur gegn Bangor City og Motherwell. Leiftur frá Ólafsfirði átti fyrra met en Leiftursmenn skoruðu sjö mörk í fyrstu þremur Evrópuleikjum sínum árið 1997. Þá töpuðu þeir 1:2 fyrir Hamburger SV frá Þýskalandi, unnu OB frá Danmörku, 4:3, og töpuðu 2:3 fyrir FBK Kaunas frá Litháen. vs@mbl.is