Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skortur er á iðnaðarmönnum á landsbyggðinni og er útlit fyrir að flytja þurfi inn vinnuafl á næstunni. Þetta segir Friðrik Á.

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Skortur er á iðnaðarmönnum á landsbyggðinni og er útlit fyrir að flytja þurfi inn vinnuafl á næstunni. Þetta segir Friðrik Á. Ólafsson, forstöðumaður byggingarsviðs hjá SI, en hann er jafnframt tengiliður við tíu meistarafélög í byggingariðnaði úti á landi. Hann segir nýframkvæmdir á íbúðamarkaði og vegna hótelgeirans hafa skapað fjölda starfa og að annir séu vegna viðhaldsverkefna í sumar.

„Það er skortur á iðnaðarmönnum í byggingargeiranum. Mín skoðun er sú að einhverjir iðnaðarmenn séu á atvinnuleysisskrá sem ættu ekki að vera það. Þeir ættu að vera í öðrum úrræðum,“ segir Friðrik og vísar m.a. til einstaklinga sem hafa orðið skerta starfsgetu og geta því ekki lengur unnið líkamlega erfið störf. Friðrik telur að vegna skorts á iðnaðarmönnum verði leitað að vinnuafli utan landsteinanna.

Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, telur aðspurður að líklegt sé að skortur sé orðinn á vinnuafli í vissum greinum.

Kísilver kalla á erlent vinnuafl

Guðmundur Ragnarsson, formaður VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir stöðuna góða.

„Rætist áform um uppbyggingu stóriðju, m.a. vegna kísilvera, er hætt við að það fari að skorta fólk. Það er lítil endurnýjun í greininni og við náum rétt svo að halda í horfinu. Ýmis fyrirtæki byrjuðu að flytja inn málmiðnaðarmenn erlendis frá fyrir nokkrum árum og það er viðbúið að það muni færast í vöxt ef öll þessi verkefni verða að veruleika.“

Atvinnuleysið 4