Sælkerar Sigrún og Elín Una utan við verslun sína á Selfossi þar sem fæst gúmmelaði úr nærumhverfi.
Sælkerar Sigrún og Elín Una utan við verslun sína á Selfossi þar sem fæst gúmmelaði úr nærumhverfi. — Morgunblaðið/Golli
Þær ætla að fagna eins árs afmæli Fjallkonunnar í dag mágkonurnar, framhaldsskólakennarinn Elín Una og presturinn Sigrún Óskarsdóttir, en þær opnuðu sælkeraverslun á Selfossi á þessum degi í fyrra.

Þær ætla að fagna eins árs afmæli Fjallkonunnar í dag mágkonurnar, framhaldsskólakennarinn Elín Una og presturinn Sigrún Óskarsdóttir, en þær opnuðu sælkeraverslun á Selfossi á þessum degi í fyrra. „Þetta hefur verið spennandi ævintýri, við erum búnar að þróa okkar eigin framleiðslu, sultur, pestó, hummus og fleira, eignast trygga viðskiptavini og gera fullt af vitleysum líka. Við reynum að fá sem ferskast hráefni frá matarkistunni góðu hér í grenndinni í bland við framandi sælkeravöru frá Frakklandi og víðar. Gamli Óli, sá danski er í ostaborðinu. Hrossabjúgu, lynghænuegg og broddur er líka ómissandi í búðinni okkar,“ segir Sigrún.

Meðal þess sem fæst hjá Fjallkonunni er nýtt og brakandi grænmeti, jarðarber og hindber beint úr uppsveitunum, reykt bleikja úr Mýrdalnum, holdanautasteikur og hamborgarar frá Koti, þurrverkaðar gæðapylsur úr Þykkvabænum, hveiti og bygg úr sveitinni, hunang af Skeiðunum, kartöflukonfekt, spænskar ólífur, frönsk gæsa- og andalifur og allskonar erlendir gæðaostar, franskar eðalolíur, edik og sölt, hrákökur, jurtate, síróp og rabbarbari.