[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Nýliðar QPR í ensku úrvalsdeildinni staðfestu í gær að miðvörðurinn reyndi, Rio Ferdinand væri á leiðinni til félagsins frá Manchester United.

Nýliðar QPR í ensku úrvalsdeildinni staðfestu í gær að miðvörðurinn reyndi, Rio Ferdinand væri á leiðinni til félagsins frá Manchester United. Ferdinand, sem er fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins, lék með Manchester-liðinu í 12 ár og spilaði með því 312 úrvalsdeildarleiki yfirgefur félagið án greiðslu.

Enska úrvalsdeildarliðið Swansea hefur staðfest að spænski sóknarmaðurinn Michu sé á leiðinni til Napoli á Ítalíu á láni. Michu sem hefur vakið verðskuldaða athygli hjá Swansea eftir að hafa komið frá Rayo Vallecano fyrir tveimur árum skoraði 28 mörk í 67 leikjum fyrir Swansea.

Senegalski framherjinn Demba Ba hefur yfirgefið enska stórliðið Chelsea og er á leiðinni til Besiktas í Tyrklandi en talið er að kaupverðið sé 8 milljónir punda. Ba spilaði fyrst með Newcastle í Englandi og fór þar á kostum og skoraði 29 mörk í 54 leikjum. Framherjinn náði sér hins vegar ekki á strik með Chelsea og skoraði 7 mörk í 33 leikjum með Lundúnafélaginu.

Arsneal hefur staðfest komu franska bakvarðarins Mathieu Debuchy til félagsins og er kaupverðið um 12 milljónir punda. Debuchy, 28, kemur til liðsins frá Newcastle þar sem hann spilaði 43 leiki og skoraði eitt mark en hann á einnig að baki 25 landsleiki fyrir Frakkland.