Flugvél Malaysian Airlines (Boing 777).
Flugvél Malaysian Airlines (Boing 777).
Hrap farþegaþotu Malaysian Airlines yfir Úkraínu er ógnvænlegur atburður. Hann er fágætur, en þó ekki einstakur.

Hrap farþegaþotu Malaysian Airlines yfir Úkraínu er ógnvænlegur atburður. Hann er fágætur, en þó ekki einstakur.

Bandarískt herskip skaut íranska farþegaflugvél niður fyrir aldarfjórðungi, en foringjar þess töldu hana vera árásarvél sem stefndi öryggi skipsins í hættu.

Sovétríkin skutu niður farþegaflugvél frá Suður-Kóreu 1983 og neituðu í 14 ár að viðurkenna ódæðið.

Þegar þetta er skrifað er ekki óyggjandi hvers vegna vélin hrapaði í gær. Þó er talið nær öruggt að flugskeyti hafi grandað henni. Þeir tveir aðilar sem eru líklegastir til að bera ábyrgð á því bera af sér sakir. Víst þykir að enginn hafi viljandi skotið vélina niður.

Fernt vekur með öðru athygli fréttaskýrenda á þessu stigi:

1) Að flugfélög, þar á meðal mörg evrópsk, skuli hafa látið vélar sínar fljúga yfir hið ótrygga ófriðarsvæði.

2) Að Pútín forseti, sem var að tala við Obama um efnahagsþvinganir skuli hafa nefnt flugvélarhrapið, en Bandaríkjaforseti hafði þá ekkert um það heyrt.

3) Að verið geti að Rússar hafi fengið óöguðum og lítt þjálfuðum hópi „andspyrnumanna“ í austurhluta Úkraínu háþróuð vopn, sem geti fargað flugvélum í 33.000 feta hæð.

4) Að flugvélin, sem hlaut þessi ógurlegu örlög skuli vera frá Malaysian Airlines, sömu gerðar og vél félagsins sem hvarf með óskiljanlegum hætti fyrir fáeinum mánuðum.

Flestum spurningum er enn ósvarað og áhrif ódæðisverksins á viðkvæmt ástand eru enn óljós.