Barokk Bachsveitin í Skálholti kemur fram á Sumartónleikum helgarinnar.
Barokk Bachsveitin í Skálholti kemur fram á Sumartónleikum helgarinnar. — Morgunblaðið/Jim Smart
Sumartónleikar í Skálholti halda áfram og þriðja vika hátíðarinnar hófst í gær. Nóg er framundan alla daga helgarinnar. Í kvöld kl. 20 flytur Bachsveitin í Skálholti strengjatónlist frá hátindi barokktímans.

Sumartónleikar í Skálholti halda áfram og þriðja vika hátíðarinnar hófst í gær. Nóg er framundan alla daga helgarinnar. Í kvöld kl. 20 flytur Bachsveitin í Skálholti strengjatónlist frá hátindi barokktímans. Leiðari verður Peter Spissky en einleikari er Elfa Rún Kristinsdóttir. Sveitin kemur aftur fram á laugardag kl. 16 en flytur þá strengjatónlist og kantötur með fulltingi altsöngkonunnar Jóhönnu Halldórsdóttur. Þeir sem ekki komast í Skálholt í kvöld þurfa ekki að örvænta, því sveitin leikur aftur með Elfu Rún á laugardagskvöldið kl. 21. Af öllu má sjá að metnaðarfullri dagskrá hátíðarinnar er hvergi nærri lokið og er áhugasömum bent á að kynna sér hátíðina nánar á heimasíðu hennar, sumartonleikar.is.

gith@mbl.is