Í Eyjafirði Strandveiðum í júlí er lokið á vestur- og norðursvæðum.
Í Eyjafirði Strandveiðum í júlí er lokið á vestur- og norðursvæðum. — Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Stjórn Landssambands smábátaeigenda hvetur stjórnvöld til að auka við aflaviðmiðun strandveiða í samræmi við aukinn þorskkvóta.
Stjórn Landssambands smábátaeigenda hvetur stjórnvöld til að auka við aflaviðmiðun strandveiða í samræmi við aukinn þorskkvóta. Stjórnin kom saman á Hólmavík í vikunni og á fundinum kom fram óánægja með að ráðherra og atvinnuveganefnd Alþingis hafi ekki orðið við beiðni LS sl. vor um hækkun aflaviðmiðunar. Bent er á að samkvæmt núverandi reglum hafi aðeins mátt róa í sjö daga í maí og júní á einu veiðisvæðanna. „Með heimild til að nýta fimmtán fasta veiðidaga (mánudagur – fimmtudagur) í hverjum mánuði mundi heildarafli aukast lítillega en ávinningur yrði mikill er varðar jafnari dreifingu aflans innan hvers mánaðar,“ segir í ályktun stjórnar LS.