Þó svo að rigningin hafi verið ráðandi í borginni í júlímánuði, hafa þurrir dagar þó komið á stangli eins og Trausti Jónsson veðurfræðingur orðar það. Skipt er á milli úrkomusólarhringa kl. 9 að morgni og úrkoman sem mælist þá og kl.

Þó svo að rigningin hafi verið ráðandi í borginni í júlímánuði, hafa þurrir dagar þó komið á stangli eins og Trausti Jónsson veðurfræðingur orðar það. Skipt er á milli úrkomusólarhringa kl. 9 að morgni og úrkoman sem mælist þá og kl.18 daginn áður er lögð saman og bókuð á síðari dagsetninguna.

Fjórir dagar hafa verið þurrir í Reykjavík það sem af er mánuðinum, þ.e. 5., 6. og 8. og 14. júlí. Úrkomudagar hafa hins vegar verið þrettán, en í fyrra voru þeir fjórtán á sama tímabili, skv. upplýsingum Trausta. Flestir hafa úrkomudagar 1. til 17. júlí verið fimmtán síðustu 66 árin, 1955 og 1989. Í júlí árið 1955 voru úrkomudagar 29, en geta ekki orðið fleiri en 27 í ár ef rignir alla daga það sem lifir af mánuðinum. aij@mbl.is