Hagnaður bandaríska bankans Morgan Stanley á öðrum fjórðungi ársins jókst um 97% milli ára. Hagnaðurinn nam 1,94 milljörðum Bandaríkjadala, sem jafngildir um 223 milljörðum íslenskra króna, en á öðrum ársfjórðungi 2013 var hann 980 milljónir dala.

Hagnaður bandaríska bankans Morgan Stanley á öðrum fjórðungi ársins jókst um 97% milli ára. Hagnaðurinn nam 1,94 milljörðum Bandaríkjadala, sem jafngildir um 223 milljörðum íslenskra króna, en á öðrum ársfjórðungi 2013 var hann 980 milljónir dala. Að teknu tilliti til tiltekinna virðisbreytinga og skattaáhrifa nemur hagnaðaraukningin 46% á milli ára.

Afkoman var umfram væntingar fjárfesta og hækkuðu hlutabréf bankans um 1,3% þegar markaðir voru opnaðir. Í frétt Wall Street Journal segir að afkoman skýrist einkum af góðum árangri bankans í fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringu.