Óvænt Víkingurinn Kristinn Jóhannes Magnússon með Fjölnismennina Illuga Þór Gunnarsson og Guðmund Karl Guðmundsson á hælunum. Liðin komu saman upp úr 1. deildinni og var spáð falli í vor. Víkingarnir eru á allt annarri leið.
Óvænt Víkingurinn Kristinn Jóhannes Magnússon með Fjölnismennina Illuga Þór Gunnarsson og Guðmund Karl Guðmundsson á hælunum. Liðin komu saman upp úr 1. deildinni og var spáð falli í vor. Víkingarnir eru á allt annarri leið. — Morgunblaðið/Eggert
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fótbolti Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Víkingar hafa komið mest á óvart en Breiðablik og ÍBV hafa valdið mestum vonbrigðum í fyrri hluta Pepsi-deildar karla í knattspyrnu.

Fótbolti

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Víkingar hafa komið mest á óvart en Breiðablik og ÍBV hafa valdið mestum vonbrigðum í fyrri hluta Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Það er í það minnsta niðurstaðan þegar spádómar sem birtir voru fyrir Íslandsmótið í vor eru skoðaðir og bornir saman við stöðu liðanna nú þegar mótið er nákvæmlega hálfnað.

Miðað við væntingar fyrirliða, þjálfara og forráðamanna í byrjun maí áttu nýliðar Víkings og Fjölnis að falla þráðbeint aftur niður í 1. deildina. Víkingar eru hinsvegar í fjórða sætinu og þægilegri stöðu með 19 stig og ættu ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur af fallbaráttu héðan af.

Fjölnir var í efri hlutanum framan af sumri en hefur nú sigið niður í áttunda sætið. Það er þó enn fjórum sætum ofar en spádómarnir sögðu.

Breiðablik átti að enda í 3. sætinu og ÍBV í 6. sæti en þessi lið unnu ekki leik fyrr en í 10. umferð. Bæði hafa nú reyndar unnið tvo leiki í röð og lyft sér upp í 7. og 10. sæti deildarinnar, en eru ennþá langt á eftir áætlun.

FH, Stjarnan og Keflavík eru líka ofar en spáð var í vor á meðan KR, Valur, Fylkir, Fram og Þór hafa ekki staðið fyllilega undir væntingum.

Eins og fram kom í gær eru Aron Elís Þrándarson úr Víkingi og Gunnar Már Guðmundsson úr Fjölni efstir í einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni, og Aron var útnefndur besti leikmaður fyrri umferðar af blaðinu. Það er vel við hæfi að tveir efstu menn skuli vera leikmenn þeirra tveggja liða sem mest hafa komið á óvart til þessa.

Hér kemur yfirlit yfir liðin tólf í deildinni, hverju þeim var spáð, hvar þau standa núna, hverjir eru efstir í M-gjöfinni hjá hverju liði, hverjir hafa skorað mest og spilað mest hjá hverju liði fyrir sig.

FH

Spá fyrir tímabil : 2. sæti.

Staðan núna : 1. sæti.

Efstir í M-gjöf: Kassim Doumbia 8, Pétur Viðarsson 8, Davíð Þór Viðarsson 8, Atli Guðnason 7, Kristján Gauti Emilsson 6, Jón Ragnar Jónsson 6.

Flest mörk: Atli Viðar Björnsson 5, Kristján Gauti Emilsson 5, Atli Guðnason 4.

Flestir leikir: Róbert Örn Óskarsson 11, Pétur Viðarsson 11, Davíð Þór Viðarsson 11, Sam Hewson 11, Atli Guðnason 11.

STJARNAN

Spá fyrir tímabil : 4. sæti.

Staðan núna : 2. sæti.

Efstir í M-gjöf: Jeppe Hansen 7, Michael Præst 6, Veigar Páll Gunnarsson 5, Ólafur Karl Finsen 5, Daníel Laxdal 5, Ingvar Jónsson 5, Arnar Már Björgvinsson 5.

Flest mörk: Jeppe Hansen 6, Ólafur Karl Finsen 5, Arnar Már Björgvinsson 3.

Flestir leikir: Ingvar Jónsson 11, Niclas Vemmelund 11, Daníel Laxdal 11, Martin Rauschenberg 11, Ólafur Karl Finsen 11.

KR

Spá fyrir tímabil : 1. sæti.

Staðan núna : 3. sæti.

Efstir í M-gjöf: Óskar Örn Hauksson 7, Haukur Heiðar Hauksson 6, Grétar S. Sigurðarson 6, Stefán Logi Magnússon 6, Baldur Sigurðsson 5.

Flest mörk: Gary Martin 4, Óskar Örn Hauksson 3, Kjartan Henry Finnbogason 2, Grétar S. Sigurðarson 2.

Flestir leikir: Stefán Logi Magnússon 11, Grétar S. Sigurðarson 11, Aron Bjarki Jósepsson 11, Gary Martin 11.

VÍKINGUR R.

Spá fyrir tímabil : 11. sæti.

Staðan núna : 4. sæti.

Efstir í M-gjöf: Aron Elís Þrándarson 9, Igor Taskovic 7, Kristinn J. Magnússon 5, Dofri Snorrason 5, Ingvar Þór Kale 5.

Flest mörk: Aron Elís Þrándarson 5, Pape Mamadou Faye 5.

Flestir leikir: Ingvar Þór Kale 11, Kristinn J. Magnússon 11, Dofri Snorrason 11.

KEFLAVÍK

Spá fyrir tímabil : 7. sæti.

Staðan núna : 5. sæti.

Efstir í M-gjöf: Elías Már Ómarsson 8, Jonas Sandqvist 7, Haraldur Freyr Guðmundsson 7, Halldór K. Halldórsson 5, Magnús Þórir Matthíasson 4.

Flest mörk: Hörður Sveinsson 6, Elías Már Ómarsson 3, Magnús S. Þorsteinsson 3.

Flestir leikir: Haraldur Freyr Guðmundsson 11, Magnús Þórir Matthíasson 11, Sindri Snær Magnússon 11.

VALUR

Spá fyrir tímabil : 5. sæti.

Staðan núna : 6. sæti.

Efstir í M-gjöf: Bjarni Ólafur Eiríksson 8, Magnús Már Lúðvíksson 7, Mads Nielsen 6, Kristinn Ingi Halldórsson 5, Haukur Páll Sigurðsson 4, Kristinn Freyr Sigurðsson 4.

Flest mörk: Kolbeinn Kárason 3, Iain Williamson 2, Kristinn Ingi Halldórsson 2, Patrick Pedersen 2.

Flestir leikir: Fjalar Þorgeirsson 11, Magnús Már Lúðvíksson 11, Bjarni Ólafur Eiríksson 11, Kristinn Freyr Sigurðsson 11, Sigurður Egill Lárusson 11, Kristinn Ingi Halldórsson 11.

BREIÐABLIK

Spá fyrir tímabil : 3. sæti.

Staðan núna : 7. sæti.

Efstir í M-gjöf: Árni Vilhjálmsson 6, Elfar Freyr Helgason 6, Stefán Gíslason 5, Gunnleifur Gunnleifsson 5, Elfar Árni Aðalsteinsson 3.

Flest mörk: Elfar Árni Aðalsteinsson 4, Árni Vilhjálmsson 3, Guðjón Pétur Lýðsson 2.

Flestir leikir: Gunnleifur Gunnleifsson 11, Finnur Orri Margeirsson 11, Elfar Freyr Helgason 11.

FJÖLNIR

Spá fyrir tímabil : 12. sæti.

Staðan núna : 8. sæti.

Efstir í M-gjöf: Gunnar Már Guðmundsson 9, Bergsveinn Ólafsson 7, Haukur Lárusson 6, Ragnar Leósson 6, Þórður Ingason 6.

Flest mörk:

Christopher Tsonis 4, Gunnar Már Guðmundsson 3, Þórir Guðjónsson 2.

Flestir leikir: Þórður Ingason 11, Bergsveinn Ólafsson 11, Gunnar Már Guðmundsson 11, Christopher Tsonis 11, Ragnar Leósson 11.

FYLKIR

Spá fyrir tímabil : 8. sæti.

Staðan núna : 9. sæti.

Efstir í M-gjöf: Stefán Ragnar Guðlaugsson 4, Andrew Sousa 3, Tómas Þorsteinsson 3, Ásgeir Örn Arnþórsson 3, Gunnar Örn Jónsson 3.

Flest mörk: Elís Rafn Björnsson 3, Andrew Sousa 2.

Flestir leikir: Ásgeir Eyþórsson 11, Elís Rafn Björnsson 11, Gunnar Örn Jónsson 11.

ÍBV

Spá fyrir tímabil : 6. sæti.

Staðan núna : 10. sæti.

Efstir í M-gjöf: Brynjar Gauti Guðjónsson 6, Eiður Aron Sigurbjörnsson 6, Atli Fannar Jónsson 5, Jonathan Glenn 5.

Flest mörk: Jonathan Glenn 6, Víðir Þorvarðarson 4, Atli Fannar Jónsson 2.

Flestir leikir: Jökull I. Elísabetarson 11, Bjarni Gunnarsson 11, Jonathan Glenn 11, Víðir Þorvarðarson 11.

FRAM

Spá fyrir tímabil : 9. sæti.

Staðan núna : 11. sæti.

Efstir í M-gjöf: Hafsteinn Briem 8, Ögmundur Kristinsson 7, Viktor Bjarki Arnarsson 6, Ósvald Jarl Traustason 6, Tryggvi S. Bjarnason 4, Einar Bjarni Ómarsson 4.

Flest mörk: Ásgeir Marteinsson 3, Hafsteinn Briem 3, Arnþór Ari Atlason 2.

Flestir leikir: Ósvald Jarl Traustason 11, Haukur Baldvinsson 11.

ÞÓR

Spá fyrir tímabil : 10. sæti.

Staðan núna : 12. sæti.

Efstir í M-gjöf: Shawn Nicklaw 5, Jóhann Helgi Hannesson 5, Sándor Matus 4.

Flest mörk: Jóhann Helgi Hannesson 5, Ármann Pétur Ævarsson 3, Shawn Nicklaw 2.

Flestir leikir: Sándor Matus 11, Hlynur Atli Magnússon 11, Orri Freyr Hjaltalín 11, Jóhann Helgi Hannesson 11, Þórður Birgisson 11.