18. júlí 1972 Íslenska karlalandsliðið í handknattleik sigrar Bandaríkjamenn, 24:15, í vináttulandsleik í íþróttahúsinu í Strandgötu í Hafnarfirði.

18. júlí 1972

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik sigrar Bandaríkjamenn, 24:15, í vináttulandsleik í íþróttahúsinu í Strandgötu í Hafnarfirði. Geir Hallsteinsson og Jón Hjaltalín Magnússon skora 7 mörk hvor fyrir íslenska liðið sem er þarna í lokaundirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í München.

18. júlí 1992

Íslendingar og Spánverjar skilja jafnir, 20:20, í vináttulandsleik karla í handknattleik í Alicante á Spáni en þangað er íslenska liðið mætt til þátttöku á Ólympíuleikunum í Barcelona viku síðar. Júlíus Jónasson skorar mest fyrir Ísland í leiknum, 6 mörk.